Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að hagstofa Evrópusambandsins - 437 svör fundust
Niðurstöður

Er það vegna reglugerðar frá ESB eða landbúnaðarráðuneytinu á Íslandi sem ekki má lengur versla með hefðbundið amerískt Cocoa Puffs?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst á ákvörðunin um að flytja inn nýja tegund Cocoa Puffs á íslenskan markað rætur sínar að rekja til ákvæða um rekjanleika og merkingar erfðabreyttra matvæla í nýlegri íslenskri reglugerð. Í Bandaríkjunum þar sem Cocoa Puffs-morgunkornið, sem Íslendingar þekkja best, er framle...

Verður einokun fárra fyrirtækja á fiskimiðum ekki aflétt með inngöngu í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess að þau sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi sem nú fá úthlutað mestum árlegum aflaheimildum fengju minna fyrir sinn snúð komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er vegna þess að ákvarðanir um hlutdeild innlendra útgerða í árlegum landskvóta Íslands yrðu áfram í höndum íslensk...

Beitir Evrópusambandið ríki efnahagslegum refsiaðgerðum, í hverju felast þær?

Efnahagslegum refsingum er beitt til að knýja fram pólitísk markmið. Efnahagslegar refsiaðgerðir fela í sér að hömlur eru lagðar á inn- eða útflutning fjármagns, vara, tækni eða þjónustu ákveðins ríkis eða hóps ríkja með það fyrir augum að hvetja viðkomandi ríki til að bæta framferði sitt og fara að alþjóðalögum. ...

Ef við værum í ESB væri það þá ekki aðallinn í Brussel sem færi með alla samninga fyrir okkar hönd?

Evrópusambandið hefur fullar valdheimildir á sviði sameiginlegrar viðskiptastefnu sambandsins. Stofnanir sambandsins fara því alfarið með framkvæmd viðskiptastefnunnar og sjá um viðskiptasamninga við ríki eða ríkjahópa utan ESB. Með aðild að ESB fengi Ísland aðild að þessum stofnunum og því mætti segja að Ísland y...

Er beinagrind Evrópuvefjarins búin til af starfsmönnum ESB og er hún, að efni til, svipuð og í öðrum löndum sem hafa hafið umsóknarferli að ESB?

Evrópuvefurinn (EV) er alfarið rekinn fyrir fjármagn frá Alþingi. Utanríkismálanefnd þess átti frumkvæðið að samningum um verkefnið. Forsætisnefnd þingsins kom einnig að málinu en embættismenn þingsins sáu um gerð þjónustusamnings við Vísindavef Háskóla Íslands. Samkvæmt samningnum er "tilgangur [Evrópuvefsins] að...

Evruríkin

Evruríkin eru þau aðildarríki Evrópusambandsins sem hafa tekið upp evru (€) sem gjaldmiðil og falið Seðlabanka Evrópu stjórn sameiginlegrar peningamálastefnu. ESB-ríkjum ber að taka upp evru að uppfylltum svokölluðum Maastricht-skilyrðum sem kveða á um tilteknar efnahagslegar viðmiðanir um samleitni. Nánar er fjal...

Hvernig er gjaldmiðli í ESB-ríki skipt út fyrir evru? - Myndband

Ríki Evrópusambandsins þurfa að taka upp evru þegar þau hafa fullnægt ákveðnum efnahagslegum skilyrðum. Þegar tiltekið ríki hefur uppfyllt öll skilyrðin er því veitt leyfi til að taka upp evru. Gengi gjaldmiðils viðkomandi ríkis er þá endanlega fest við evru og tæknilegur undirbúningur fyrir gjaldmiðilsskiptin hef...

Af hverju tóku Bretar ekki þátt í að stofna til Evrópusamstarfsins á árunum 1950-1960? - Myndband

Evrópusamstarfið hófst með stofnun Kola- og stálbandalagsins árið 1952 og gildistöku Rómarsáttmálanna árið 1958. Sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland stóðu að þessu samstarfi sem leiddi síðar til Evrópusambandsins. Bretar áttu sitthvað sameiginlegt með þessum ríkjum á þess...

Evrópska réttaraðstoðin

Hlutverk evrópsku réttaraðstoðarinnar er að stuðla að samræmingu rannsókna og saksókna afbrota í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Sérstaklega er miðað að því að einfalda alþjóðlega réttaraðstoð og framkvæmd framsalsbeiðna. Hún aðstoðar aðildarríkin við rannsókn og saksókn afbrota yfir landamæri (e. cross-border cr...

Hversu margar blaðsíður er aðildarsamningur að ESB að öllu meðtöldu?

Aðildarsamningar að Evrópusambandinu eru ekki föst stærð. Þeir eru ólíkir bæði að efni og umfangi. Frá stofnun Efnahagsbandalags Evrópu, forvera Evrópusambandsins, hafa verið gerðir sjö samningar um aðild nýrra ríkja. Á sama tíma hefur aðildarríkjunum fjölgað um 22, úr sex í 28. Þetta skýrist af því að sambandið h...

Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa gripið til ýmissa ráðstafana á síðustu misserum til að koma á fjármálastöðugleika innan sambandsins í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þau aðildarlönd sem hingað til hafa lent í mestum skuldavanda, Grikkland, Írland og Portúgal, hafa fengið aðstoð frá öðrum ríkjum sambandsi...

Hversu hátt hlutfall af lögum aðildarríkja kemur frá ESB?

Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum Evrópusambandsins á löggjöf í aðildarríkjunum. Niðurstöður slíkra rannsókna er hins vegar erfitt að bera saman þar sem ólíkar forsendur liggja þeim iðulega til grundvallar. Í fyrsta lagi eru áhrif ESB skilgreind á mismunandi hátt. Í flestum tilfellum er orðið aðeins not...

Hversu mikið af heimilaðri veiði á ári hverju fengju togarar ESB að veiða í íslenskri landhelgi gengi Ísland í Evrópusambandið?

Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB veitir öllum aðildarríkjum jafnan aðgang að hafsvæðum sambandsins. Þessi regla sætir þó takmörkunum og veitir ekki jafnan aðgang að veiðum. Ákvarðanir um heildarafla og veiðiheimildir einstakra aðildarríkja eru teknar af landbúnaðar- og sjávarútvegsráðinu á grundvelli reglunnar ...

Hafa einhver ríki afturkallað umsókn að ESB áður en aðildarferlinu lýkur?

Til þessa hefur ekkert umsóknarríki formlega slitið aðildarviðræðum við Evrópusambandið eftir að hið eiginlega aðildarferli hófst. Öllum aðildarviðræðum hefur verið lokið með undirritun aðildarsamnings, burt séð frá því hvort ríkin hafi síðan ákveðið að gerast aðili að sambandinu eða ekki. Nokkur dæmi eru þó um að...

Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum?

Um tíma var framkvæmd svonefnd nákvæm leit á flugfarþegum sem komu frá Bandaríkjunum til Íslands en svo er ekki lengur. Ástæðan er sú að Bandaríkin komu til móts við kröfur Evrópusambandsins í þessum efnum. Farþegar frá öðrum löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, eins og Kanada, Rússlandi og Tyrklandi þurfa hins...

Leita aftur: